FRAN1CC05
Titill |
Grunnáfangi C |
| Námsgrein | Franska |
| Viðfangsefni | |
| Skammstöfun | FRAN1CC05 |
| Staða | |
| Þrep | 1 |
| Einingafjöldi | 5 |
| Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla | |
| Lýsing |
Viðfangsefni undanfaranna eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun, þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu frönskumælandi landa. Orðaforðinn er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Til að æfa þessi atriði geta eftirfarandi efnisþættir legið til grundvallar: Fólk, þ.e. persónuleiki og útlit, líf þess og daglegar athafnir í þátið, nútíð og framtíð. Aðrir efnisþættir geta verið nám og störf, stutt kynning á skólakerfi viðkomandi landa, nám erlendis og að sækja um vinnu, svo og fjölmiðlar, m.a. kynning á útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum og tímaritum frönskumælandi landa. Myndefni og tónlist er fléttað inn í kennslu eftir föngum. Samhliða vinnu í aðalkennslubók, lesa nemendur einfalda skáldsögu og leysa ýmis verkefni út frá henni. Áhersla er lögð á að nemendur tjái sig sem mest á frönsku í töluðu og rituðu máli. Einnig er lögð áhersla á að nemendur beri ábyrgð á sínu eigin námi og sýni sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi hugsun. |
| Forkröfur | FRA1BB05 |
| Þekkingarviðmið | Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
|
| Leikniviðmið | Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
|
| Hæfniviðmið | Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
|
| Námsmat |
Fjölbreytilegt námsmat. Allir fjórir færniþættir tungumálsins eru metnir, þ.e. tal, ritun, hlustun, og lestur. |
| Útgáfunúmer | |
| Skólar | |
| Fyrirmynd | Áfanginn er á stigi A2 skv. evrópska tungumálarammanum. |







