FÓHE2FU03

Titill

Fóðrun og heilsa III

Námsgrein Fóðrun og heilsa III
Viðfangsefni Fóðrun og umsjón hesta
Skammstöfun FÓHE2FU03
Þrep 2
Einingafjöldi 3
Lýsing

Meginviðfangsefni áfangans er að kenna helstu atriði varðandi fóðrun, fóðurgæði og umhirðu hesta. Nemendum er kennt að meta fóðurástand hesta sinna, gæði fóðurs og hvert sé nauðsynlegt næringarefna í innihaldi hestafóðurs. Farið verður yfir helstu grunnþætti almennar fóðurfræða og hvernig fóðra skal hesta miðað við mismunandi aðstæður og fóðurkröfur t.d. hest á viðhaldsfóðri, hest í vexti eða mikið brúkaðan reiðhest.Farið verður helstu þætti er snúa að dýravelferðarmálum og hvernig hægt sé að haga umhirðu hests þannig að hann hljóti aukin vellíðan s.s. rakstur, kembing og undirburður í stíum.   Nemendur læra að meta ástand járningar og fótstöðu, öðlast meiri færni í meðhöndlun járningaverkfæra, læra að klippa til hófa, móta til skeifur og framkvæma einfalda járningu.

Kennsla fer að nokkru leiti fram í hesthúsum, en þurfa að meta holdafar hrossa sinna, setja upp fóðuráætlun og skrásetja. Skýrslu skal skilað í lok námskeiðs.

Forkröfur

HEST1GR05, REIM1GR05, FÓHE2HU03 (Eða HEM402 og REM403)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á og tileinki sér:

  • Reglur varðandi hestahald
  • Atferli hrossa
  • Öryggisatriði varðandi hestahald
  • aðbúnaði hrossa í hesthúsi
  • aðbúnaði hrossa í haga
  • líffræði hestsins, fóðrun og umhirðu.
  • holdafari hesta, holdastigunarkvarða
  • mikilvægi beitarstjórnar og mati á beitarálagi
  • helstu staðreyndum er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
  • helstu staðreyndum er lúta að umhirðu fóta og járningum
  • meltingarstarfssemi hestsins
  • fóðurfræði
  • fóðurþörf hrossa
  • beit og beitarstjórnun
  • fóðrun hrossa á húsi
  • fóðrun hrossa á útigangi
  • líffræði hestsins, fóðrun og umhirðu.
  • holdafar hesta, holdastigunarkvarða.
  • mikilvægi beitarstjórnar og mat á beitarálagi
  • helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
  • helstu staðreyndir er lúta að umhirðu fóta og járningum
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • geta lagt mat á heilbrigði hrossa
  • meta holdafar
  • geta lagt ástand járninga
  • hugsa rétt um hesta, fóðra þá og meta líkamlegt ástand, s.s. holdastig og almennt heilbrigði.
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta:
  • geta lagt mat á heilbrigði hrossa
  • meta holdafar
  • geta lagt ástand járninga
  • hugsa rétt um hesta, fóðra þá og meta líkamlegt ástand, s.s. holdastig og almennt heilbrigði.
Námsmat

Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.