FIML2AA05

Titill Fimleikaakademía
Námsgrein Fimleikar
Viðfangsefni Tækni og styrkur
Skammstöfun FIML2AA05
Þrep 2 (AA)
Einingafjöldi 5
Lýsing Afreksíþróttaáfangi í fimleikum þar sem nemendur vinna áfram við að efla tæknikunnáttu sína í æfingum á trampólíni, dýnu og dansmómentum.  Tileinki sér olympiskar lyftingar sem hluta af styrktar- og snerpuþjálfun. 

Forkröfur FIML1AA05  og FIML1AB05.  Gerðar verða ríkar kröfur um stundvísi á æfingar, vinnusemi, aga og heilbrigðan lífsstíl. Nemandinn veit að neysla áfengis, tóbaks, vímuefna eða annarra ólöglegra lyfja er ekki umborin. Brot á þessum reglum varðar brottvísun úr fimleikaakademíunni.
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á og tileinki sér:
  • Mismunandi æfingar að lokastökkinu. 
  • Tækniþjálfun í fimleikum í mismunandi stökkum eftir áhöldum með aðstoð myndgreiningar. 
  • Markmiðssetningu út frá eigin getu og framtíðarplönum.
  • Setji sér raunhæf markmið á sviði allra þátta er tengjast þjálfuninni þar með talið liðleika og styrktarþjálfun.
  • Umgengni og meðferð tækja í þrek- og fimleikasal.
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • Æfa fimleika á eigin forsendum og setja sér markmið út frá því.
  • Framkvæma og framfylgja leiðbeiningum þjálfara án mikillar aðstoðar hvort heldur er í fimleika- eða þreksal.
  • Gera æfingaplan eina og eina æfingu fyrir sjálfan sig útfrá markmiðum.
  • Sýna andlegan og líkamlegan styrk og metnað til að ná langt í greininni. 
  • Nota spjaldtölvu til að rýna tækni í æfingum.
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta:
  • Fundið fleiri en eina leið að þeirri æfingu sem iðkanda langar að ná tökum á.
  • Skilið þörfina fyrir gildi grunnþjálfunnar  og mikilvægi endurtekningar til að ná betri færni í æfingum.
  • Geti greint ranga/rétta tækni æfinga út frá  myndupptökum.
  • Sýni þann aga og lífsstíl sem þarf til að ná árangri í íþróttum.
Námsmat Símatsáfangi og verkefnaskil á hverri önn. Mæting og virkni stærsti þátturinn í námsmati sem og skil á verkefnum.