FÉLA3AÐ05

Titill Aðferðafræði
Námsgrein Félagsfræði
Viðfangsefni Aðferðafræði félagsvísinda
Skammstöfun FÉLA3AÐ05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Farið yfir helstu aðferðir félagsvísinda, bæði megindlegar og eigindlegar.  Framkvæmdar rannsóknir, bæði tilraunir, kannanir og djúpviðtöl.  Einnig er farið í kenningarlegan bakgrunn rannsóknaraðferðanna.  
Forkröfur FÉLA2KR05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilning á:
  • hugtökum er tengjast rannsóknum og rannsóknaraðferðum í félagsvísindum.
  • helstu rannsóknaraðferðum, þ.e. könnun, athugun, tilraun og skráðum heimildum,  vettvangsrannsóknum og djúpviðtölum.
  • helstu forritum sem nýtast í náminu,  SPSS,  Excel, Word o.fl.
  • vísindalegu rannsóknarferli og vali á rannsóknarefni
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meta kosti og galla helstu rannsóknaraðferða, bera saman megindlegar og eigindlegar rannsóknir og tenga við kenningar
  • velja rannsóknaraðferð fyrir tiltekið rannsóknarefni og rökstyðja valið
  • lýst, nefni dæmi um og legga mat á aðferðafræðileg

vandamál í rannsóknum tengd réttmæti, áreiðanleika, hlutleysi og sérstöðu félagsvísinda

  • nota helstu forrit sem gagnast í námi, SPSS,  EXCEL, Word ofl.
  • lýsa vísindalegu rannsóknarferli og beita því á valin rannsóknarefni
  • setji fram rannsóknarspurningar og tilgátur um valin rannsóknarefni
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera félagsfræðilega rannsókn og vinna úr henni helstu niðurstöður
  • vinna með tölvuforrit fyrir úrvinnslu kannana
  • kynna rannsóknarniðurstöður á viðeigandi hátt
  • legga gagnrýnið mat á niðurstöður rannsókna sem kynntar eru í fjölmiðlum
  • vinna skýrslu eða ritgerð út frá þeim kröfum sem hann mætir í háskóla
Námsmat Símat, jafningjamat og leiðsagnarmat. Ekkert skriflegt lokapróf.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd