ENSK2ER05

Titill English in Real Life
Námsgrein Enska
Viðfangsefni Enska í raunveruleikanum
Skammstöfun ENSK2ER05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Nemendur fá að upplifa ensku í raunveruleikanum, hvernig á að fylla út umsóknir, sækja um vinnu, allt sem tengist því að ferðast til enskumælandi lands og fleira.  Unnið verður með evrópsku tungumálamöppuna til hliðsjónar.   Möguleiki er á að áfanginn skipuleggi ferð til Bretlands
Forkröfur ENSK2HC05/ENSK2OL05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Menningu í enskumælandi landi
  • Orðaforða sem tengist daglegu lífi í enskumælandi landi
  • Ýmiskonar umsóknarferlum
  • evrópsku tungumálamöppunni
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikini í:

• að skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður

 • lestri margs konar gerða af textum og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er,

 • að taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi,

• að tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið,

• að skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni,
  • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt,
  • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt, bregðast við eða tjá skoðanir sínar munnlega eða skriflega um efni þeirra,
  • lesa á milli línanna,
  • leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður,
  • taka þátt í skoðanaskiptum
  • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum,
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt
  • geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi,
  • skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig,
Námsmat Fjölbreytt námsmat
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd