DANS2ME05

Titill

Lestur og menning

Námsgrein Danska
Viðfangsefni Tal, hlustun, ritun, orðaforði og lestur
Skammstöfun DANS2ME05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að efla alla þætti tungumálsins, efla sjálfsöryggi og tjáningu á eigin hugsunum, sjálfstæði og vinnubrögð nemenda.

Tal: Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í rétta framburð tungumálsins, í að tala tvö og tvö saman og að kynna verkefni sem búið er að vinna með, svara fyrirspurnum og færa rök fyrir máli sínu.

Hlustun: Nemendur vinna með ýmis konar hlustunarverkefni tengd danska menningu.

Ritun: Nemendur vinna með ýmsar textagerðir hvort heldur sem er um að ræða skapandi skrif eða stýrð verkefni eins t.d endursagnir, gagnrýni og frásagnir.

Orðaforði: Nemendur vinna með sérhæfður orðaforði í tengslum við námsefni.

Lestur: Nemendur lesa tvær skáldsögur, nokkrar smásögur og ýmis konar textar af neti.

Forkröfur DANS2FJ05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal  hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Málvenjur, uppsetningu og skipulag ritaðs máls.
  • Danskt samfélag og menningarlíf.
  • Bókmenntatexta, fræðslugreinar og texta af neti.
  • Orðaforði og orðasamböndum sem tengist námsefni.
  • Daglegt talað mál líka þegar um ræður óþekkt efni.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að rökræða í ritun og beita gagnrýninni hugsun þar sem skoðanir hans koma fram á skýran hátt.
  • Markvissri notkun viðeigandi hjálpargagna til að efla eigin málfærni með því að nýta málfræðilegar upplýsingar.
  • Að skilja og nota algeng stílbrögð í ritmáli.
  • Að nýta upplýsingar úr ýmis konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt.
  • Að flytja af nokkru öryggi framsagnarefni fyrir kennara eða í smærra hópum.
  • Lesa sér til gagn og gamans bókmenntaverk jafnt sem nytjaverk og fjalla um inntak þeirra.
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið.
  • Styrkja eigin málfærni, t.d. með því að nýta málfræðiupplýsingar.
  • Beita skýru og lýtalausu máli í ræðu og riti.
  • Taka þátt í umræðum, færa rök fyrir sitt mál, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu.
  • Túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirbornu.
Námsmat

Símat og leiðsagnarmat sem byggir á fjölbreyttu námsmati: Verkefnavinna, jafningjamat, þemavinnu, smærri próf, kannanir og á öllum færniþáttunum s.s. hlustun, tal, ritun og lestri.

Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd