BAKA1SK02

Titill

Verkleg kennsla í bakstri og kökuskreytingum

Námsgrein

Bakstur og kökuskreytingar

Viðfangsefni

Verkleg  kennsla í bakstri og skreytingum

Skammstöfun

BAKA1SK02

Staða

 

Þrep

1

Einingafjöldi

2

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

BAKA1SK02

Lýsing

Verklegt nám:

 Nemendur læra helstu bakstursaðferðir þar sem lögð áhersla er lögð á fjölbreyttar uppskriftir. Læra að gera ýmsar fyllingar fyrir tertur, læra að vinna skraut úr sykurmassa og marsípani. Kynnast  algengum hráefnum og vinna með þau frá grunni.  Læra að meðhöndla og þekkja helstu bakstursáhöld.  Læra að bera fram og ganga frá eftir borðhald, og frá vinnuaðstöðu. Læra að vinna með öðrum þar sem lögð er áhersla á samvinnu, tillitssemi og stundvísi. Lögð er áhersla á að efla sjálfstæð  vinnubrögð nemenda.

 

 

Forkröfur

Engar

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • helstu bakstursaðferðum
  • þeim áhöldum og tækjum sem notuð eru fyrir bakstur og skreytingar
  • grunnþáttum í bakstri og skreytingum
  • notkun uppskriftabóka og uppskrifta af veraldravef

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 

  • nota fjölbreyttar aðferðir í bakstri og skreytingum
  • geta unnið eftir uppskrift
  • meðhöndlað hráefni og áhöld sem á við hverju sinni
  • umgangast tæki og áhöld  sem notuð eru og kunna rétta notkun þeirra
  • leggja á borð, bera fram og ganga frá vinnuaðstöðu í eldhúsi og borðstofu
  • við hafa persónulegt hreinlæti

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 

  • baka ýmsar tegundir af brauðum og tertum
  • geta nýtt sér þær aðferðir sem notaðar eru við skreytingar
  • nota algengustu bakstursáhöld og tæki til skreytinga
  • geta farið eftir uppskriftum, stækkað og minnkað uppskriftir
  • bera virðingu fyrir þeim tækjum og því hráefni sem unnnið er með
  • sýna samvinnu tillitssemi og stundvísi

 

 

Námsmat

Lýsing

Símat eftir hverja

kennslustund

Sjálfstæði, vandvirkni, umgengni og mæting.

Próflaus áfangi, vinna metin eftir hvern tíma.

 

 

Skólar

 

 

Fyrirmynd