Kátir dagar 2024

Hvað eru Kátir dagar?

KÁTIR DAGAR eru skóladagar þar sem er uppbrot frá hefðbundinni kennslu

Mætingarskylda er fyrir nemendur á Káta daga þótt hefðbundin stundatafla gildi ekki þessa daga.

KÁTIR DAGAR 2024 eru miðvikudaginn 28. febrúar og fimmtudaginn 29. febrúar.

Á miðvikudeginum er hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá til kl10:10.

Kl 10:20 tekur dagskrá Kátu Daga við og stendur hún kl 15:00 á miðvikudeginum.

Dagskrá fimmtudagsins byrjar á ókeypis morgunverði fyrir öll í miðrými skólans kl 8:30 og svo hefjast dagskrárliðir kl 9 og standa til kl 12 þegar að lokahnykkur Kátra Daga byrjar í Iðu og stendur til kl 12:30.

Eftir hádegi á fimmtudeginum er ekki formleg dagskrá en Flóafársliðin hafa tímann til að undirbúa Flóafár.

Á Kátum dögum fá nemendur vegabréf sem þeir safna kvittunum fyrir þátttöku á viðburðum.

Vegabréfin eru afhend í miðrými Odda við upphaf dagskrár Kátra daga kl 10:20 á miðvikudeginum. Vegabréfunum er skilað eftir lokahnykk Kátra daga í hádeginu á fimmtudeginum til kennara sem verða í Iðu eða á skrifstofu skólans.

 

Síðast uppfært 26. febrúar 2024