Grunnnám hársnyrtiiðnar - GHÁ

Grunnnám í hársnyrtiiðn er fyrstu 4 annir heildarnáms til hársnyrtis eða 90 einingar. Heildarnám í hársnyrtiiðn er um 220 einingar og eru námslok á 3. hæfniþrepi. Námið er í boði við Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri. Að lokinni starfsþjálfun þreyta nemendur sveinspróf sem veitir réttindi til að starfa í iðngreininni og síðar inngöngu í nám til iðnmeistara í hársnyrtiiðn. 

Hársnyrtir klippir, litar, setur permanent í hár og blæs og útfærir hár beggja kynja – allt óháð hárlengd, hárgerð og höfuðlagi. Hann velur vörur og áhöld og útfærir þjónustu á faglegum forsendum en miðar einnig við þarfir og óskir viðskiptavina. 

Á hverri önn velja nemendur kjarnagrein; ensku, íslensku eða stærðfræði, og raðast í áfanga eftir hæfnieinkunn úr grunnskóla. Röðun í byrjunaráfanga tekur mið af hæfnieinkunn úr grunnskóla og til að hefja nám á öðru hæfniþrepi þarf einkunn B eða hærra. Nánari leiðbeiningar um inntökuskilyrði og röðun í kjarnaáfanga.

 Faggreinar hársnyrtiiðnar
Námsgrein 1. önn  2. önn  3. önn 4. önn
hárgreiðsla og blástur HÁRG1GB02A HÁRG2GB02B HÁRG2GB03C HÁRG2FB03D
hárlitun HLIT1GB01A HLIT2GB01B HLIT2GB01C HLIT2FB03D
hárblástur      

HBLÁ2FB01A

hársnyrting HKLI1GB03A HKLI2GB03B HKLI2GB03C  
hársnyrting - dömur      

HDAM2FB03A

herraklipping      

HHER2FB03A

iðnfræði háriðna IÐNF1GB04A IÐNF2GB04B IÐNF2GB04C  
iðnteikning háriðna ITEI1GB05A ITEI2GB05B    
permanent HPEM1GB02A HPEM2GB02B HPEM2GB02C

HPEM2FB02D

skyndihjálp   SKYN2HJ01    
vinnustaðanám     VINS2GB03A

VINS2FB06B 

 Almennar greinar
enska - 5 ein.   ENSK2HB05
   
félagsfræði FÉLA1SA05      
íslenska - 5 ein. ÍSLE2OS05      
stærðfræði - 5 ein.  
 
STÆR2RU05  
umhverfisfræði   UMHV1SU05    
íþróttir ÍÞRÓ1ÞH03 ÍÞRÓ2ÞL03
ÍÞRÓ2__02  
skólabragur BRAG1SA01 BRAG1SB01    
  31 einingar  32 einingar 23 einingar
 21 eining

5 einingar eru í frjálsu vali.

Faggreinar brautar eru í samræmi við staðfesta námsbrautarlýsingu.
Síðast uppfært 23. mars 2023