Útivist og fjallgöngur

Nú hafa nemendur í útivistaráfanganum lokið við sínar fjallgöngur.  Alls var farið í sex göngur en til að fá 100% mætingu þurfti að mæta í fimm þeirra. fjall2 Í göngunum fengu nemendur tækifæri til að takast á við mismunandi veður, glíma við krefjandi brekkur, stikla yfir læki, og fleira sem tilheyrir fjallamennsku.  Samheldnin í hópnum var til fyrirmyndar og gaman að sjá til nemenda hjálpast að við að yfirstíga hverja hindrunina eftir aðra. Kennari er Sverrir G. Ingibjartsson.fjall1