Týpísk ástarsaga

Leikfélag Nemendafélags FSu frumsýndi í liðinni viku söngleikinn Týpísk ástarsaga í menningarsalnum Hótel Selfossi. Leikstjóri er Kári Viðarsson, en stór hópur nemenda kemur að sýningunni sem hefur verið í undirbúningi frá áramótum. Verkið sem skrifað er af fjórum nemendum Þuríði Marín Jónsdóttur, Fannari Frey Magnússyni, Gunnari Karli Ólafssyni og Söru Árnadóttur fjallar um ástir, örlög og óvænt atvik í lífi ungmenna. Heilmikil tónlist er í sýningunni, en tónlistarstjóri er Fannar Freyr. Næstu sýningar eru föstudaginn 16. mars, sunnudaginn 18. mars, miðvikudaginn 21. mars, sunnudaginn 25. mars og laugardaginn 31. mars og hefjast allar sýningarnar kl. 20.