Þjóðlegur bóndadagur

Starfsfólk FSu gerði sér glaðan dag í upphafi Þorra á bóndadaginn og mættu þjóðlega klæddir til vinnu, sumir í lopa, sumir í húfu og enn aðrir í gúmmítúttum og lopasokkum. Boðið var upp á sviðakjamma, rófustöppu og annað þorragóðgæti í hádeginu. Starfsmenn á skrifstofu skólans buðu gestum og gangandi upp á hákarl og harðfisk og gekk fólk á lyktina í leit að bita.orribollÁ myndunum má sjá þær Sigríði Sigfúsdóttur og Ingu Magnúsdóttur, starfsmenn á skrifstofu, gæða sér á hákarli og harðfiski. Svo má sjá þær Elínu Kristbjörgu Guðbrandsdóttur og Brynju Ingadóttur þjóðlega klæddar í þorramat.