Sýning á Bollastöðum

Nú á vorönn 2009 sýnir Elísabet H. Harðardóttir myndlist á Bollastöðum, kaffistofu kennara í F.Su. Verkin eru unnin á tímabilinu 1992-99.
Öll verkin á sýningunni eru lágmyndir og tengjast á skemmtilegan hátt umhverfi og endurvinnslu. Grunnurinn er mjólkurfernur, ýmist klæddar pappamassa eða dagblöðum. Málað með akríl- eða þekjulitum. Myndefnið er svipmyndir úr sögunni um sendiför fuglanna og ávexti jarðarinnar, sem er hugarburður höfundar. Elísabet kennir myndlist í FSu.