Spánarferð nemenda

Þann 17. október til 22. október sl. fór 19 manna hópur spænskunemenda ásamt kennurum sínum, þeim Gunnþórunni Klöru Sveinsdóttur og Sigursveini Má Sigurðssyni, í menningarferð til Spánar. Farið var til Granada og Málaga í Andalúsíuhéraði og frægar byggingar og staðir skoðaðir. T.d. var farið í Alhambrahöllina í Granada sem og í útsýnisferð um borgina. Þar að auki fengu nemendur tækifæri til að spreyta sig á spænskunni við innfædda, t.d. pöntuðu þeir sér mat á veitingastöðum. Allir voru sammála um að ferðin hafi heppnast afar vel þrátt fyrir löng og ströng ferðalög til og frá Spáni.

Á myndinni má sjá nemendur og kennara í Alhambra höllinni í Granada.