Slökun og leikir

Nemendur í áfanganum ERGó1AA05 hafa notað veðurblíðuna í vikunni til að fara út í leiki. Eftir að hafa fundið ZipZapBoing meistarana í hópnum sem og lymskustu morðingjana í Morðingjaleik endaði þessi hópur á slökun í sólinni með fögrum fuglasöng í bakgrunni.

Allir nýnemar fara í tvo ERGÓ áfanga, einn á haustönn og annan á vorönn. Í áföngum er tekist á við ýmisskonar samfélagsleg málefni, unnið með sjálfsmynd, samvinnu, borgaravitund, lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni og umhverfismál svo eitthvað sé nefnt.