SKÓLAHALD HEFST AÐ NÝJU

Fertugasta og annað skólaár Fjölbrautaskóla Suðurlands er að hefjast. Kennarar skólans eru kallaðir til starfa mánudaginn 15. ágúst klukkan 9. INNA opnar glugga sína þann 17. ágúst klukkan 8.30 – á sama tíma og nýnemadagur er haldinn. Þá eru allir nýnemar skólans boðnir velkomnir samkvæmt fyrirhugaðri dagskrá sem er í vinnslu og verður send í tölvupósti til nemenda og foreldra þeirra. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá klukkan 8.15 fimmtudaginn 18. ágúst.

Nemendur í dagskóla á þessari haustönn er 941 þar af eru nýnemar 269 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Nemndur á Reykjum í Ölfusi eru 148 og í kvöldskóla FSu stunda 24 nemendur nám að þessu sinni. Það ríkir alltaf spenna og eftirvænting í upphafi hvers skólaárs og að sögn Sigursveins Sigurðssonar aðstoðarskólameistara er allt að smella saman í undirbúningi skólastarfsins.

jöz.