Sigur í hestaíþróttum

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands í hestaíþróttum gerði sér lítið fyrir og vann stigakeppnina á Framhaldsskólamótinu sem haldið var í Víðidal 11. apríl. Með því endurheimti skólinn titilinn frá Verzlunarskólanum sem sigraði í fyrra en varð nú í öðru sæti. 
   Í sigurliði FSu voru Rakel Nathalie Kristinsdóttir, Hekla Katharína Kristinsdóttir, Arnar Bjarki Sigurðsson, Bergrún Ingólfsdóttir og Bjarni Sveinsson. Rakel vann bæði tölt og fjórgang. Arnar Bjarki varð í 3. sæti í fjórgangi, 5. sæti í tölti og 7. sæti í fimmgangi. Hekla varð í 2. sæti í fimmgangi og 9.-10. sæti í fjórgangi.