Netpartar gefa vélar

Fyrirtækið Netpartar gáfu skólanum 2 vélar nú á dögunum sem notaðar eru við kennslu í aflvélavirkjun 202 og 304. Um er að ræða Galloper 2,5L diesel vél og Subaru Impresa 1,8L bensínvél. Subaruvélin er gangfær og eru nemendur að vinna í því að setja hana á búkka til þess að gangsetja hana, en verður hún aðallega notuð við bilanagreiningar. Galloper vélin verður notuð í slitmælingar. Netpartar.is  er ein stærsta bílapartasala landsins og er staðsett hér rétt við Selfoss og á hún miklar þakkir skildar fyrir þessa rausnarlegu gjöf.