Kattafár og músagangur í FSu

Föstudaginn 25. nóvember birtust glaðlegar mýs og kátir kettir í morgunsárið og léku á alls oddi. Þetta voru dimitantar skólans í gervi teiknimyndapersónanna Tomma og Jenna mætt til að kveðja skólann sinn áður en próflestur hæfist. Þau fóru með sérstakar útgáfur af Eddukvæðum og Völuspá og sungu kveðjuljóð. Klárar þessir taka svo á móti prófskírteinum á brautskráningardag, laugardaginn 17. desember. Með fréttinni fylgir Völuspá að hætti dimitanta.

Völuspá:

Hljóðs bið ek allar
helgar kindur
kæru nemendur
svo ég þurfi ekki að kalla

Viljið þið að ég, Vala
upphátt telji
tilnefni og velji
afbragðsfólk úr þessum sal?

Ég man kennara
aldna sem unga
en liprust er tungan
á Björgvini fagra.

Hann kann að rappa
Já, heyriði það!
Í lífsleikni flutti hann lag
og fyrir það honum ég hampa.

Ætíð hún Guðfinna gleður
pollrólegur er hann Jón Örn
Sverrir er bestur í vörn
og Aníta veit allt um veður.


Hver er það sem sí er að senda?
Hún Ása sem tifar,
meðan Nanna skifar
e-mail sem má ekki henda.

Hvort kynið skal á toppnum tróna?
Kvenfólkið! Tautar hún Þórunn Jóna
En konungur mannkyns er karlmaður
Sannar það, Brynjólfsson, Erlingur.

Með kvæði til skólans kveðju ég kveð
Starfsfólk í FSu, kennara og peð
Tóti og Örlygur ráða þar,
Æi þeir eru svo huggulegt par.