Jólatónleikar kórsins 19. des.

Sunnudaginn 19. desember mun Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands halda jólatónleika í sal skólans. Einsöngvari með kórnum verður Hlín Pétursdóttir sópransöngkona og trompetleikari Ása Berglind Hjálmarsdóttir. Aðrir hljóðfæraleikarar og einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni eru hin ólíkustu lög aðventunnar, íslensk sem erlend, allt frá „Hátíð fer að höndum ein” til „Frosty the Snowman”. Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500 við inngang en kr. 2.000 í forsölu sem hefst á næstu dögum. Kynnir á tónleikunum er Anna Árnadóttir. Stjórnandi kórs og hljóðfæraleikara er Stefán Þorleifsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Komum og eigum notalega stund saman.