Höfðingleg gjöf frá Hitachi og Húsasmiðjunni

Haustið 2015, heimsótti Walter Wellm, sölustjóri Hitachi rafmagnshandverkfæra í Evrópu  verknámshús FSu.  Þegar hann heimsótti skólann var verið að steypa upp sökkla á nýja verknámshúsinu.  Walter  ásamt Sverri Einarssyni, rekstrarstjóra Húsasmiðjunnar á Selfossi unnu síðan að því að Hitachi og Húsasmiðjan myndu styrkja verknám við skólann og gefa verkfæri. Nýlega var gjöfin afhent, en um er að ræða 15 rafmagnshandverkfæri að verðmæti 750.000 krónur.  Gjöfunum verður dreift á allar deildir, rafmagns-, véla- og tréiðanaðardeild. Þessi höfðinglega gjöf færir deildirnar og þá sérstaklega tréiðanaðardeildina fram um mörg ár varðandi val á  rafmagnshandverkfærum fyrir nemendur, verkfæri sem hafa og eru stöðugt að taka framförum ár hvert.  Glæsileg gjöf sem starfsfólk og nemendur Fsu þakka fyrir.