Gulrófur gefnar

Félag gulrófnabænda gaf  öllum framhaldsskólum sem taka þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli 25 kg af gulrófum. Markmið gulrófnabænda með þessu framtaki er að kynna gulrófuna fyrir ungu fólki og auka neyslu hennar á landsvísu. Gulrófur innhalda litla orku, mikið af trefjum og eru fullar af c-vítamínum.

Myndina tók Magnús Hlynur Hreiðarsson, en á henni eru frá vinstri Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir verkefnisstjórar Skólans í okkar höndum, Sólrún Stefánsdóttir matráðskona í nemendamötuneyti, Íris Þórðardóttir forvarnarfulltrúi,  Aðalbjörg Kristín  Kristinsdóttir og Kristín G. Gísladóttir starfsmenn í nemendamötuneyti, Hjörtur Benediktsson fulltrúi gulrófnabænda og Örlygur Karlsson skólameistari.