Grænn dagur í FSu

Fimmtudaginn 10. febrúar var „grænn dagur“ í FSu. Dagurinn var haldinn til heiðurs græna karlinum í eineltishring Olweusar en hann er tákn fyrir verndara, þann sem er á móti einelti og hjálpar eða reynir að hjálpa þolanda eineltis. Verkefnisstjórar Skólans í okkar höndum, Agnes Ósk og Þórunn Jóna, tóku á móti starfsfólki um morguninn og buðu því græna borða í barminn en það var frekar lítið að gera hjá þeim því flestir skörtuðu einhverju grænu. Uppátækið vakti athygli nemenda. Eineltishringurinn var kynntur fyrir þeim sama dag, í umsjónartíma.