Góð gjöf

Bókasafni skólans barst á dögunum góð og gagnleg gjöf frá Bókasafni Árborgar. Um er að ræða Íslendingasögur í tólf bindum, Þiðriks sögu af Bern og Biskupasögur sem Guðni Jónsson bjó til prentunar og Riddarasögur í sex bindum sem Bjarni Vilhjálmsson bjó til prentunar.
Fjölbrautaskóli Suðurlands færir Bókasafni Árborgar sínar bestu þakkir fyrir gjöfina sem á tvímælalaust eftir að koma að góðum notum við kennslu íslenskra fornbókmennta.