Góð byrjun í Gettu betur

Gettu betur lið FSu er komið áfram í seinni umferð keppninnar eftir öruggan sigur á Fjölbrautaskóla Snæfellsness sem fór fram þriðjudaginn 17. janúar. Lið FSu skipa þeir Eyþór Heimisson, Gísli Þór Axelsson og Gunnlaugur Bjarnason.

Viðureignin við Snæfellinga endaði 21-5, en lið FSu náði 16 stigum í hraðaspurningum á móti 5 stigum Snæfellinga. Dregið var í seinni umferðina í liðinni viku, en FSu var í efri styrkleikaflokki sem þýddi að það gat ekki lent á móti öðrum liðum í sama flokki. FSu var fyrsta liðið sem kom út úr hattinum og fengu Starfsmenntabrautina á Hvanneyri. Viðureignin fer fram í Útvarpshúsinu í Efstaleiti mánudaginn 23. janúar kl.19:30 og eru nemendur og aðrir stuðningsmenn eru hvattir til að mæta og styðja strákana til sigurs. Fyrir þá sem ekki komast á staðinn geta hlustað á keppnina í beinni útsendingu á Rás 2.  Í fjarveru Hannesar Stefánssonar þýskukennara sjá þeir Kári Úlfsson, Ólafur Ingvi Ólason og Stefán Hannesson um þjálfun liðsins, en þeir skipuðu Gettu betur lið FSu 2009 og 2010.