Gengið á Búrfell

Laugardaginn síðsta fóru nemendur í áfanganum ÍÞR 3Ú1 (Fjallgöngur og útivist) í gönguferð á Búrfell í Grímsnesi.  Ágætis veður var til að byrja með en þegar upp kom tók við hávaðarok og haglél.  Göngugarpar létu það þó ekki stoppa sig og komust að vatninu sem er uppi á fjallinu. Engar sögur hafa borist af heimferðinni.

Á myndinni höfðu göngumenn fundið afdrep til að borða nestið sitt.