Fundur um námserfiðleika

Á kennarafundi miðvikudaginn 19. janúar var umræðuefnið nemendur með sértæka námserfiðleika og hvernig hægt er að aðstoða þá við námið. Álfhildur Eiríksdóttir fór yfir fjöldatölur í tengslum við námserfiðleika af ýmsum toga í skólanum. Anna Þóra Einarsdóttir gaf fræðilegt yfirlit um lesblindu og Agnes Ósk Snorradóttir vitnaði í frásögn fyrrum nemanda í FSu sem greindist með lesblindu og fékk aðstoð í framhaldi af því. Þá fræddi Hörður Ásgeirsson fundarmenn um ýmis tölvutól sem hægt er að nota og benda fólki á til að auðvelda lestrarglímuna.