Fimmhundruð þúsund til Unicef

Góðgerðardagar voru gerðir upp með viðhöfn á miðvikudag, þegar fulltrúi Unicef á Íslandi tók við 500.000 krónum sem nemendur söfnuðu með áheitum, happdrættismiðasölu og fleira. Allt féð mun renna til hjálparstarfs Unicef í Sýrlandi. Flóki Guðmundsson, fjáröflunarstjóri Unicef á Íslandi, tók formlega við söfnunarfénu og talaði um hversu til hvaða mikilvægu mála megi nýta féð til. Á myndinni má sjá frá vinstri Svavar Berg, gjaldkera Nfsu, Flóka Guðmundsson og Rakel Lind Úlfhéðinsdóttur, formann nemendafélagsins.
Myndina tók Hermann Snorri.

Hér má svo sjá frétt um gjöfina á vef Unicef.