ÉG LOFA – MEÐ GRÆNNI NÖGL
BARNAHEILL eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989 með það markmið í huga að vinna að mannréttindum barna. Nú stendur BARNAHEILL fyrir vitundarvakningunni #ÉGLOFA sem er ákall til fullorðinna í samfélaginu um að leggja sitt af mörkum til að útrýma kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn eru beitt kynferðisofbeldi og alltof fá þeirra segja frá ofbeldinu.
Í þessu átaki samtakanna er lögð áhersla á að fólk þori að horfast í augu við þennan vanda til að geta fækkað þolendum og fjölgað þeim sem segja frá. Með það að leiðarljósi LOFAR starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlands að standa með börnum og taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Um leið eru starfsmenn annarra framhaldsskóla hvattir til að gera hið sama.
Af þessu tilefni lökkuðu allir starfsmenn FSu nöglina á litla putta vinstri handar græna eftir samráðsfund síðastliðinn föstudag. Áfram : - )
jöz / edj