Brynja kynnt og seld

Í áfanganum Frumkvöðlafræði, Við 133, stofna nemendur fyrirtæki og útbúa og hanna vöru sem þeir bjóða til sölu. Nemendur úr fyrirtækinu Brynja, þau Guðjón Reykdal Óskarsson, Guðjón Gestsson, Halla Kristín Kristinsdóttir, Eyrún Briem Kristjánsdóttir, Kristinn Svansson og Lára Kristinsdóttir, komu til skólameistara á dögunum og kynntu honum vörur sínar sem eru handhæg tölvuumslög, Brynjur, á góðu verði. Þetta eru glæsilegar tölvutöskur sem hannaðar eru af nemendum en Vinnu- og hæfingarstöð fatlaða á Selfossi saumar töskurnar. Hvöttu nemendur skólameistara til að kaupa tösku og mæla með vörunni fyrir kennara og nemendur skólans. Töskurnar verða til sýnis og sölu fimmtudaginn 3. mars á Kátum dögum í skólanum. Á myndinni eru Kristinn Svansson og Guðjón Reykdal með eintök af Brynju tölvuumslagi hjá skólameistara.