Barist um bikarinn.

Þann  21. maí var fyrri einvígisleikur ársins milli Hyskis Höskuldar og Tapsárra Flóamanna (bridgesveitar starfsmanna FSu)  spilaður að Sigurðarstöðum í  Vík.    Leikurinn endaði  77 – 73 fyrir Hyskið, sem af fróðum mönnum telst jafntefli,  þannig að allt er opið fyrir seinni hluta þessa einvígis sem verður framhaldið í Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri á haustdögum.   
Eftir 45 leiki  og 22,5 ár er staðan í einvígi þessara fornu "fjenda" þannig að Tapsárir Flóamenn hafa skorað 3719 impa en Hyskið 3706.  Vinningsstig standa 668 fyrir Flóamenn á móti 663 hjá Hyskinu.  Flóamenn hafa unnið 23,5 leiki en Hyskið 21,5 en Hyski Höskuldar hefur unnið bikarinn 12 sinnum en Tapsárir eingöngu 10 sinnum þannig að enn er ekki fullnaðar sigur í húsi hjá Flóamönnum  fyrr en allar fjórar mælieiningar á getu bridge-sveitanna verða í húsi.