Alþjóðalínu á stúdentsbraut er ætlað að veita nemendum góða undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á erlend tungumál og menningu s.s., ensku, dönsku, frönsku, spænsku eða þýsku og ferðamál. Nám á brautinni er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í m.a. hugvísindum, íslensku, bókmenntafræði, erlendum tungumálum, sagnfræði og heimspeki. Einnig getur námið nýst sem undirbúningur fyrir nám í menntunarfræðum og ferðamálafræði.
Meðalnámstími 6-7 annir. Brautin er 200 einingar sem skiptast í kjarna, sem er 162-172 einingar, og frjálst val, 38-28 einingar sem nemandinn velur sjálfur. Hafa þarf í huga að einingar á þriðja þrepi þurfa að vera að lágmarki 34 og samanlagður einingafjöldi á öðru og þriðja þrepi þarf að vera að lágmarki 134.
Röðun í byrjunaráfanga í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði tekur mið af hæfnieinkunn úr grunnskóla og til að hefja nám á öðru hæfniþrepi þarf einkunn B eða hærra. Nánari leiðbeiningar
*Missi nemendur af félagsfræði og umhverfisfræði á fyrsta þrepi taka þeir aðra áfanga í félags- og náttúrufræðigreinum í staðinn.
Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir til að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðun þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla eða frekara námi (sjá aðgangsviðmið háskólanáms).
Við skipulagningu náms er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.
Eldri braut
Alþjóðalína.
Lýsing: Á alþjóðalínu er lögð áhersla á tungumál. Nemendur geta að auki valið mismunandi áherslur í félagsvísindum, listum og viðskiptum.
Kjarni: 101 ein. (sjá kjarna: Stúdentsbraut-opin lína)
Nemendur velja 25 ein. blöndu úr eftirfarandi tungumálum til viðbótar við þann fjölda feininga sem gerð er krafa um í kjarna:
Danska
Franska
Spænska
Þýska
Að auki velja nemendur 30 ein. úr eftirfarandi greinum:
Félagsfræði
Fjölmiðlafræði
Heimspeki
Sögu
Sálfræði
Listgreinum
Viðskipta- og hagfræðigreinum
Frjálst val: 44 ein.
Mikilvægt að nemendur hafi eftirfarandi í huga við val:
Til að ljúka stúdentsprófi þarf að ljúka að lágmarki 67 ein á 2. þrepi og 33 ein á 3. þrepi. Lágmarksfjöldi ein til að ljúka stúdentsprófi er 200 ein, af þeim þurfa minnst 134 fein að koma af 2.-3.þrepi.