Verkefni um nýtt hlutverk Sandvíkurskóla

Nemendur í viðskiptafræði, VIÐ103,  vinna um þessar mundir að spennandi verkefni um stefnumótun fyrir húsnæði gamla Sandvíkurskóla á Selfossi. Í verkefninu felst að finna framtíðarhlutverk fyrir húsnæðið og móta stefnu að því markmiði. María Karen Ólafsdóttir, kennari viðskiptagreina hefur fengið leyfi hjá bæjarstjórn Árborgar til að fá aðgengi að upplýsingum um húsið. Nemendur vinna í hópum og hafa verið að hugstorma og velta fyrir sé mismunandi leiðum áður en þeir fara að vinna að lokaútfærslu. Hópurinn fór nýverið í skoðunarferð í Sandvíkurskóla til að fá betri tilfinningu fyrir húsnæðinu.

Markmið verkefnisins er að nemendur nái að tengja fræðilega hlið viðskiptafræði við raunveruleikann og nota þau verkfæri sem tiltæk eru til að leysa verkefnið. Einnig á verkefnið að vekja áhuga nemenda á að taka þátt í mótun samfélagsins. Á myndinni má sjá nemendur í leiðangri sínum um gamla Sandvíkurskóla.