Uppfærsla á leikverkum í leiklistaráföngum FSu

Leiklistarnemendur úr verkinu Morð, ásamt kennaranum sínum.
Leiklistarnemendur úr verkinu Morð, ásamt kennaranum sínum.

Nemendur í LEIK1AA05, LEIK2BB05 og LEIK2CC05 unnu hörðum höndum alla önnina við uppsetningu á tveimur leikverkum til að sýna á leiklistarhátíðinni Þjóðleik sem haldin var í Hveragerði í apríl.

Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Verkefnið er haldið að frumkvæði Þjóðleikhússins í góðu samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og fjölda annarra aðila. Viðurkennd leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Í hverjum landshluta fer fram lokahátíð að vori þar sem allar sýningarnar eru sýndar.

Verkin sem nemendur í FSu leika eru  Morð eftir Ævar Þór Benediktsson og Loddararnir eftir Snæbjörn Brynjarsson.

Verkefnið var unnið í góðu samstarfi við Leikfélag Selfoss og endaði hópurinn á að sýna eina sýningu í listla leikhúsinu við Sigtún fyrir fullu húsi. Myndir frá önninni má finna skoða á fésbókarsíðunni Leiklist-FSu. Kennari er Guðfinna Gunnarsdóttir.