Starfsfólk kvatt

Fjórir starfsmenn voru kvaddir með virktum á brautskráningu í liðinni viku og þeim þakkað fyrir framlag sitt til skólans í gegnum árin. Þetta eru þau Ása Nanna Mikkelsen, Elísabet Valtýsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson og Kristján Þórðarson.

Ása Nanna Mikkelsen hefur starfað við skólann frá upphafi eða frá árinu 1981, fyrst sem kennari viðskiptagreina og síðar sem áfangastjóri. Elísabet Valtýsdóttir hóf störf við öldungadeild FSu árið 1985 og í kjölfarið við dagskólann sem dönskukennari.  Hún hefur unnið afar mikilvægt starf hér m.a. við að breyta viðhorfum nemenda til dönsku. Eysteinn Ó. Jónasson upplýsingagreinakennari hefur starfað við FSu frá árinu 1987. Hann hefur komið að margskonar kennslu við skólann, kennst fjölmiðlatækni, vélritun, stærðfræði, bókhald og unnið með skólakórnum. Kristján Þórðarson húsasmíðameistari og framhaldsskólakennari hefur kennt við húsasmíðabraut FSu frá árinu 2001.

Við óskum þeim öllum alls hins besta í framtíðinni með þökkum fyrir frábært starf við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Á myndinni má sjá þau Ásu Nönnu, Elísabetu og Kristján á brautskráningardag. Á myndina vantar Eystein Ó, Jónasson.