Forvarnir
Forvarnateymi starfar við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í teyminu sitja félagslífs- og forvarnafulltrúar.
Teymið er í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna, kynnir starfsmönnum skólans stefnu hans í forvörnum og skipuleggur fræðslu og viðburði fyrir nemendur og starfsfólk.
Forvarnafulltrúar hafa umsjón með aðgerðaáætlun forvarnastefnu, sjá til þess að verklagi hennar sé fylgt og að unnið sé markvisst að þeim markmiðum sem í henni koma fram. Fulltrúarnir eru tengiliðir allra þeirra málsaðila sem koma að forvarnastarfi: skólastjórnenda, nemenda, foreldra, starfsfólks skóla, lögreglu, sveitarfélaga, heilbrigðisstarfsólks og fleiri.
Félagslífs- og forvarnarfulltrúar skólaárið 2025 - 2026 eru Ingunn Helgadóttir og Anna Kristín Valdimarsdóttir.
Forvarnafulltrúar FSu sitja í forvarnahópi Árborgar.