Aðalfundur 2011

Fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands og foreldrakvplds haldinn 18. 
október 2011 í sal Fjölbrautarskólans og hófst hann kl. 20:00
 
Örlygur Karlsson skólameistari setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrst kynntu Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir verkefnið „ Skólinn í okkar höndum“. Í erindinu kom fram að Fjölbrautarskóli Suðurlands er fyrsti framhaldsskólinn sem innleiðir Olweus eineltisáætlunina.
 
a) Þá var kosinn fundarstjóri fundarins Þórunn Jóna Hauksdóttir og Hafdís Sigurðardóttir kosinn fundarritari.
 
Engar athugasemdir komu við fundarboðun.
 
b) Skýrsla stjórnar. Dagný Magnúsdóttir formaður fór yfir hlutverk foreldrafélagsins en allir foreldrar ólögráða nemenda verða sjálfkrafa félagsmenn foreldrafélagsins. Þá fór Dagný yfir starfsemi sl. árs en þar var helst að foreldrafélagið fékk styrk frá Byko sem gaf nemendum 2 örbylgjuofna og eitt mínútugrill í mötuneytið en stjórn foreldrafélagsins var mjög umhugað að mötuneytismál yrðu bætt. Stjórnin fundaði fimm sinnum á sl. vetri og hitti skólastjórnendur tvisvar á því tímabili.

Stjórnin hefur haft talsverðar áhyggjur af niðurskurði á öllum sviðum samfélagsins kæmi til með að bitna á skólastarfinu en sem betur fer hefur raunin verið sú að starfið er afskaplega kraftmikið og gott, nú sem endranær og mikið hefur verið unnið í innra starfi skólans. Allir helstu viðburðir hafa verið á sínum stað og metnaður og jákvæðni ráðið ríkjum. Það mátti glöggt sjá á glæsilegri afmælishátíð skólans sem haldin var nú í september í tilefni af 30 ára afmæli skólans. 
 
Þá vill stjórnin hvetja foreldra fjölbrautarskólanemenda til að taka virkan þátt í starfi foreldrafélagsins og stuðla þannig að bættri líðan, betri aðstöðu og þar með betri námsárangri b arna sinna. Því fleiri raddir sem heyrast því meiri líkur eru á að á þær sé hlustað.
 
c) Þar sem engin fjármunir eru hjá stjórn og engin félagsgjöld er ekki lagður fram neinn ársreikningur fyrir félagið.
 
d) Umræður um skýrslu stjórnar borið undir atkvæði og skýrslan samþykkt samhljóða.
 
e) Engar breytingar á lögum félagsins lagðar fram.

f) Kosning í stjórn félagsins.
Svanhvít Hermannsdóttir kjörin formaður, Hafdís Sigurðardóttir og Ragnhildur Thorlacius sitja áfram. Ný kemur inn Birna Guðrún Jónsdóttir og til vara: Kristbjörg Bjarnadóttir og Sigþrúður Harðardóttir. 

g) Skoðunarmenn reikninga eru Hjalti Tómasson og Íris Þórðardóttir

h) Engar fyrirspurnir komu fram undir liðnum önnur mál og því var aðalfundi slitið.

3. Næst var kynning á skólanum þar sem skólameistari kynnti skólann stuttlega m.a. námsbrautir, reglur og umgengni, félagslíf nemenda, samskipti við kennara o.fl. Náms- og starfsráðgjafar kynntu sig og hvaða þjónustu þau bjóða nemendum upp á.

Þá var boðið uppá kaffi fyrir fundarmenn.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundarritari: HS.