Upphaf annar á Reykjum

Sæl ágætu nemendur garðyrkjunnar

Stundaskrá var send á netföngin ykkar allra rétt fyrir eða um helgina.  Þið sjáið einnig áfangana sem þið eruð skráð í á Innu (Inna.is innskrá með rafrænum skilríkjum)

Þar má sjá skipulag fyrstu lotuvikunnar 22.-26. ágúst og vel að merkja skyldumæting er fyrir alla nemendur þá vikuna.

Allir nýnemar á öllum brautum garðyrkjunnar mæta á Reyki Ölfus 816,  kl. 9:00 á kynningarfund. 

Skólahúsið er staðsett fyrir ofan Sundlaugina í  Laugaskarði, (sundlaugin í Hveragerði). Keyrt er fram hjá sundlauginni og gegnum hliðið (hliðsláin verður uppi). Þá eruð þið komin inn á Reykja landareignina og svo er það fjórða beygja til hægri. Þá eruð þið komin að aðalbyggingunni, gengið inn vestan megin.

Hlakka til að sjá ykkur öll

Svala Sigurgeirsdóttir 

Deildarfulltrúi garðyrkjunnar

Síðast uppfært 18. ágúst 2022