Að leita til náms- og starfsráðgjafa
Náms- og starfsráðgjafi er málsvari og trúnaðarmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá í námi og aðstoða við val á framhaldsnámi.
Þú getur leitað til okkar til dæmis vegna þess að:
- Þú vilt fá ráðgjöf varðandi náms- og starfsval bæði innan skóla og utan
- Þú vilt fá upplýsingar um nám og störf
- Þú vilt fá að taka áhugasviðskönnun
- Þú vilt fá ráðgjöf um vinnubrögð í námi s.s.:
- námstækni
- glósugerð
- tímastjórnun/skipulagning
- lestrartækni
- undirbúning fyrir próf
- Heimanám
- Þú vilt fá ráðgjöf vegna persónulegra vandamála s.s.:
- depurðar
- samskiptavanda
- námsleiða
- prófkvíða
- breytinga á högum
- lítils sjálfstrausts
- áfalla eða veikinda
- Til hvaða aðila þú getur leitað utan skólans
- Þú ert nemandi með námsörðugleika sem vilt:
- hljóðbækur
- sérúrræði á prófatíma
- aðstoð við skipulagningu
- Þú ert foreldri nemanda undir 18 ára aldri sem er í skólanum
- Og margt fleira
Mundu að náms- og starfsráðgjafinn leysir ekki málin fyrir þig heldur aðstoðar hann þig við að finna þínar eigin leiðir/lausnir.
Síðast uppfært 09. nóvember 2018