Hestamennska

Hestalína.

Lýsing:

Hestabraut er bókleg og verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Námið felur í sér verklega þjálfun og bóknám í greinum tengdum hestamennsku og reiðmennsku. Einnig fær nemandi góða undirstöðu í kjarnagreinum. Brautin er góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu. Við námslok er nemandinn vel undirbúinn fyrir sérhæfð störf innan hestamennskunnar og háskólanám m.a. í hestafræðum. Hestabraut með námslok á 3. þrepi er 200 feiningar og er meðanámstími 6-7 annir.

Grunnupplýsingar:

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.  Einnig er gerð krafa um að  nemandinn sé í viðunandi líkamlegu formi og geti stigið á og af hestbaki.

Skipulag:

Kjarni: 86 ein. (sjá kjarna: Stúdentsbraut-starfsnám)

Séráfangar brautar:
Hestamennska: 23 einingar
Reiðmennska 30 einingar
Fóðrun og heilsa 14 einingar
Undirbúningur fyrir starfsnám: 4 einingar
Starfsnám: 20 einingar (tekið að sumri til)
Íþróttafræði: 5 einingar
Leiðbeinandi í hestamennsku: 4 einingar
Lokaverkefni á hestabraut: 3 einingar
Skyndihjálp - námskeið: 1 eining
 
Yfirlit yfir séráfanga Hestalínu á stúdentsbraut
Grein 1. önn 2. önn 3.önn 4. önn 5. önn 6. önn
Hestamennska HEST1GR05 HEST1GF05 HEST2GÞ05 HEST2KF04  HEST3ÞG04  
Reiðmennska REIM1GR05 REIM1GF05 REIM2GÞ05 REIM2KF05 REIM3ÞG05 REIM3ÞK05
Fóðrun og heilsa   FÓHE1GR03 FÓHE2HU03   FÓHE2FU05 FÓHE3AU03
Undirbúningur fyrir starfsnám   VINU2FH02   VINU3SH02    
Starfsnám   VINH2FH10   VINH3SH10    
Íþróttafræði ÍÞFR2ÞJ05          
Leiðbeinandi í hestamennsku           LEIH2HE04
Lokaverkefni hestabrautar           LOKH3HB03
Skyndihjálp       SKYN1HJ01    
 

Námsmat:

Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum, verkefnum, prófum (verklegum og bóklegum), jafningjamati og sjálfsmati. Almennt námsmat byggir á einkunnagjöf á bilinu 1-10. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga.

Starfsnám: Til að útskrifast af hestabraut þurfa allir nemendur að taka starfsnám á viðurkenndum verknámsstað. Nemendur taka 2 starfsnámslotur og fara þær fram að sumri að loknum undirbúningsáfanga. Sú fyrri að lokinni annarri önn og sú seinni að lokinni fjórðu önn.

Bæði í fyrra og seinna starfsnáminu fer fram kynning og verkleg þjálfun á ýmsum störfum í hestamennsku. Meginviðfangsefni er að nemandinn fái að aðstoða við og framkvæma helstu verk sem unnin eru varðandi hrossahald starfsnámsstaðarins og auki þar með þekkingu sína, verkfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Einnig fá nemendur innsýn í stjórn og rekstur tamningastöðvar/hrossabús/hestatengdar ferðaþjónustu svo og þjálfun í mannlegum samskiptum. Í seinna starfsnáminu er gerð krafa um að nemendur fái að aðstoða fagaðila við markvissa þjálfun hrossa.

Sjá nánari upplýsingar á facebook síðu brautarinnar:  facebook.com/hestabraut.fsu