TÖLV2FB05

 

Titill

Hlutbundin forritun

Námsgrein

Tölvunarfræði

Viðfangsefni

Hlutbundin forritun

Skammstöfun

TÖLV2FB05

Staða

 

Þrep

1

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Framhaldsáfangi í forritun. Nemendur fá þjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu C#. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð við lausnir fjölbreyttra forritunarverkefna.  Meðal viðfangsefna eru fylki, klasar og aðferðir, strengjavinnsla, atburðastýrð forritun í myndrænum notendaskilum, skráarvinnsla og villumeðhöndlun. Kennt verður í dreifnámi/fjarnámi í kennslukerfi ef nægur fjöldi fæst ekki til að standa undir staðnámi.

Forkröfur/Undanfari

TÖLV2FA05

Þekkingarviðmið

Nemandi skal  hafa aflað sér þekkingar og skilnings á gerð og forritun með hlutum (objects), klösum (class), kyrrlegum aðferðum og tilviksaðferðum, smiðum (constructors), fjölbindingu aðferða (method overloading), stikum (parameters), sýnileika gagna, frátekna orðinu ‘this’, erfðum (inheritance), yfirtöku erfðra aðferða (method overriding), hugrænum (abstract) klösum, einföldum erfðum, viðmótum (interfaces), fjölbreytni (polymorphism), frávikum/frábrigðum (exceptions) og meðhöndlun þeirra, straumum og skrám (streams and files), stafla (stack), biðröð (queue), listum (list), tré (tree), mengi (set), C# safnklösum, grafískum notendaskilum í Windows, eiginleikum form klasans, atburðum í GUI notendaskilum og meðhöndlun þeirra (event handling), textareitum (textbox), merkimiðum (labels), tökkum og valpunktum (buttons), netsamskiptum, DNS (domain name services) nöfnum flett upp, vefsíðukóði sóttur.

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

·         Sjálfstæðum vinnubrögðum við forritun.

·         Vali á viðeigandi gagnaskipan.

·         Gerð aðferða í því skyni að stytta forritskóða.

·         Uppskiptingu forrits í aðalforrit og aðferðir.

·         Gerð sjálfstæðra klasa, tilviksaðferða og klasaaðferða.

·         Þýðingu og keyrslu forrita í myndrænum notendaskilum. Erfðum og fjölbreytni (polymorphism).

·         Safnklösum s.s. mengi, stafla og biðröð.
Strengjavinnslu.

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

·         Leysa forritunarverkefni í myndrænum notendaskilum.

·         Leysa forritunarverkefni með því að beita klasaforritun,  aðferðum  og atburðadrifinni forritun.

·         Styrkja eigin hæfni í forritun með því að nýta upplýsingar í kennslubókum og á netinu.

·         Haldið áfram forritunarnámi sínu og tekist á við þyngri verkefni í framhaldsáfanga.

 

Fyrirkomulag námsmats

Námsmat

Verkefnaeinkunn gildir 40% af lokaeinkunn. Frammistaða á stöðuprófum gildir 10% af lokaeinkunn.

Skriflegt lokapróf gildir 50% af lokaeinkunn.


Um skriflega lokaprófið

Átta spurningar úr lesefninu gilda 20% af prófseinkunn.

Villuleit forrits gildir 20% af prófseinkunn.

Skriflegt úttak forritsbúta gildir 20% af prófseinkunn.

Skriflegt forrit 1 gildir 20% af prófseinkunn.

Skriflegt forrit 2 gildir 20% af prófseinkunn.

Kennslubækur á pappírsformi verða leyfðar í prófinu.


Um lokaeinkunn og próftöku

Einkunn fyrir verkefni og stöðupróf reiknast þá aðeins inn í lokaeinkunn ef nemandi nær 45% af lokaprófi. Falli nemandi á lokaprófi getur verkefna- og stöðuprófaeinkunn aðeins hækkað lokaeinkunn í 4.


Verkefnum og keyrsluúttökum ber að skila á þar til gerða tengla í kennslukerfinu og þeim á að skila ekki síðar en á lokaprófsdag. Þetta gildir líka um þá sem fá prófdegi seinkað vegna sjúkra- eða endurtektarprófs.  Það verður að sjást að nemandinn hafi keyrt lausnina og framkallað keyrsluúttak.

Heimilt er að mæta í lokaprófið þó ekki sé búið að skila öllum verkefnum eða stöðuprófum.

Útgáfunúmer

20170221

Skólar

FSu/MH

Fyrirmynd

TÖL203