RAFL1VA05

Titill

Rafmagn-valáfangi

Námsgrein RAFLAGNIR
Viðfangsefni tengingar, afeinangrun, öryggismál, lóðningar, efnisfræði o.fl
Skammstöfun RAFL1VA05
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Kynnist vel starfi og starfssviði rafiðnaðarmannsins

Öðlist skilning á eðlisfræðilegri hegðun rafmagns, meðal annars með litlum verkefnum.

Fræðist um ólíkar gerðir rofa, tengingu þeirra og notkun kynnist ólíkum gerðum víra og meðhöndlun þeirra með tilliti til aðstæðna fræðist um öryggismál og reglugerðir er varða rafmagn geti fagmannlega tengt klær og hulsur æfi áfellda kapallögn og tengingu rofa, tengla og ljósa kynnist nokkrum raflagnatáknum, reglugerð og öryggismálum

Þjálfist í notkun handverkfæra sem notuð eru í rafiðnaði kynnist algengustu efnum í rafiðnaði.

Kunni að lóða og geti gert greinamun á góðum og slæmum lóðningum

Geti lóðað íhluti á prentrásaplötu.

Hann á að vera fær um að afeinangra víra og kapla.   Nemandinn á að geta tengt klær fyrir sterkstraum og tengla og stungur fyrir smáspennu.

Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • Öryggismálum og reglugerðum er varða vinnu við rafmagn.
  • Verkfærum rafiðnarmannsins og helstu störfum.
  • Skilning á virkni mismunandi rofa
  • Helstu teiknitáknum
  • Litakóða víra
  • Virkni lóðbolta og mikilvægi hitastigs.
  • Leiðni mismunandi efna.
  • Hvernig meðhöndla skal verkfæri.
  • Hvernig meðhöndla skal AVO mæla.
  • Helstu gerðum prentplatna.
  • Helstu atriðum varðandi öryggi.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Tengja rofa, samrofa, krónurofa og krossrofa
  • Lagt kapallagnir fagmannlega á lítið spjald
  • Lagt röralagnir fagmannlega á lítið spjald
  • Tengt falir klær og fjöltengi
  • Beitt réttum verkfærum
  • Lóða íhluti án kaldra lóðninga.
  • Lóða íhluti með hámarks leiðni.
  • Losa íhluti upp án þess að skemma þá.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja muninn á hinum ýmsum efnum með tilliti mismunandi aðsæðna.
  • Gerð rofa með tilliti til aðsæðna
  • Greint mun á faglegum og ófaglegum vinnubrögðum
  • Gæta fyllsta öryggis í umgengni við rafmagn
Námsmat Símat byggir á fjölbreyttu námsmati: Verkefnavinna, jafningjamat, þemavinnu, smærri próf, kannanir og á öllum færniþáttunum s.s. tengingar, afeinangrun, umgengni og vandvirkni
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd