KVIK3KA05

Áfangalýsing

 

Titill

Kvikmyndir og sagnfræði

Námsgrein

Kvikmyndasaga

Viðfangsefni

Sagnfræði í ljósi kvikmyndanna

Skammstöfun

KVIK3KA05

Þrep

3

Einingafjöldi

5

Lýsing

Sýnd brot úr kvikmyndum frá hinum ýmsu tímabilum mannkynssögunnar og þrjár kvikmyndir skoðaðar í heilu lagi til dæmis: Amadeus, The Attic: The Hiding of Anne Frank, The Battle of Algiers, - Brother Sun, Sister Moon, - Ten Days That Shook the World, Hiroshima, Joan of Arc, Luther, Mahler, Nixon, Rasputin, The White Rose, Schindler´s List, The Pianist, The Sorrow and the Pity, The Wind That Shakes the Barley (2006, fékk Gullna pálmann í Cannes), Gallipoli, Conspiracy: The Trial of the Chicago Eight (1987), Inherit the Wind (1960), Judgement at Nurenberg (1961), The Man in the Glass Booth, Malcolm X (1992), Passion of Joan of Arc (1928, Dreyer), Elizabeth (1998, 16. öld), Danton (1982, 18.öld), Z, Mississippi Burning, Hiroshima: Out of the Ashes (1990, Peter Werner) heimildarmynd, Caravaggio (1986, Derek Jarman), A Brief History of Time (1992, Errol Morris) – heimildarmynd um eðlisfræðinginn Stephen Hawking.

     Bókin Past Imperfect: History According to the Movies (Ófullkomin núliðin tíð, 1995) lesin. Hún er skrifuð af sagnfræðingum þar sem þeir leiðrétta þær villur sem koma fyrir í kvikmyndum sem byggðar eru á sagnfræðilegum þáttum. Aðalritstjóri verksins er Mark C. Carnes.

     Efnið er sett upp í tímaröð út frá því hvenær myndirnar gerast og fjallað um 62 myndir. Fyrsta myndin Jurassic Park gerist fyrir 65 milljónum ára og sú síðasta Nixon árið 1974. Í efnisyfirliti segir um fyrstu myndina: „The Species Velociraptor becomes extinct along with the rest of the dinosaurs“; og um síðustu myndina: „August 8, 1974. During a nationally televised speech, Richard Nixon announces that he will resign the presidency.“  Um hverja mynd er fjallað á fjórum blaðsíðum og skiptist umfjöllunin um Nixon til dæmis þannig að um samfelldan texta er að ræða á þessum fjórum blaðsíðum en einnig eru þar fimm stuttar greinar og fimm ljósmyndir.

     Efnishlutar bókarinnar eru meðal annars eftirfarandi þegar farið er eftir ártölum í réttri röð:

      1. 1533 og 1535: Hinrik V: Anne of Thousand Days (um Önnu Boleyn og afgreiðslu Hinriks á henni þegar hún gat ekki útvegað honum erfingja) og svo hin frábæra mynd A Man for All Seasons þar sem Paul Scofield leikur Thomas More

      2. Afleiðingar frönsku byltingarinnar. Dagsetningin er 5. apríl 1794: Danton

     3. Borgarastríðið í USA: Gone With the WindGlory og The Birth of a Nation (1863-67)

     4. 26. okt. 1881. Kaflinn heitir THE TALE OF WYATT EARP: Seven Films

     5. 1895: Freud með Montgomery Clift í aðalhlutverki, Huston leikstýrði. Myndin er að hluta byggð á handriti sem franski heimspekingurinn Jean Paul Sartre skrifaði

     6. 1. júlí 1916: WORLD WAR I: Five films 

     7. 1917-19: Reds;  Rosa Luxemburg

     8. Maí 1934: The Grapes of Wrath (Steinbeck-Ford)

     9. Síðari heimsstyrjöldin: Tora! Tora! Tora!;  PT 109;  The Longest Day;  Patton; Fat Man and Little Boy; The Human Condition

     10. 15. ágúst 1947: Gandhi

     11. 1963-65 USA: JFK; Malcolm X

      

 

Forkröfur

KVIK2UK05 eða KVIK2ÞT05 eða KVIK2SK05 eða KVIK2SH05 eða KVIK2EK05 eða KVIK2ÚK05 eða KVIK2NT05 eða KVIK2SA05 eða áfangi á 3. þrepi í sagnfræði

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast skilning á:

  • Mismunandi aldarfari til dæmis mismuninum á 16. öld og þeirri nítjándu og hvað einkennir hvora um sig; einnig til dæmis mismuninum á þriðja áratug 20. aldar og hinum sjöunda og hvað einkennir í aðalatriðum hvert tímabil
  • 16. öld: John Ford → Mary of Scotland (1936). Byggð á leikriti eftir Maxwell Anderson. Ivan the Terrible I + II (1944, 1946) – Eisenstein. A Man for All Seasons (1966, 1988) um Thomas Moore. Mary of Scotland (1936). The Private Life of Henry VIII (1933), Óskar: Charles Laughton – leikari í aðalhlutverki. The Virgin Queen (1955) Elísabet 1. (Bette Davis) og Walter Raleigh.  John Madden: Shakespeare in Love (1998), 10 Óskarsútnefningar, 7 vinningar: Besta mynd, leikstjórn, leikkona í aðalhlutverki (Gwyneth Paltrow), upprunalegt handrit, aukaleikarar (Judy Dench, Geoffrey Rush).  Shakespeare Henry V (1944, 1989); Queen Margot (1994) Frönsk­­-Þýsk-Ítölsk mynd um morðin á degi Heilags Bartelomeusar í Frakkland
  • 17. öld: Queen Christina (1933) með Gretu Garbo; All the Mornings of the World (1992, Frakkland). Danton (1982). The Devils (1971) galdrar og stjórnmál
  • 18. öld: The Madness of King George (1994)
  • 19. öld: Disraeli (1930, 1979). The Story of Alexander Graham Bell (1939)
  • 20. öld (yfir langt tímabil): Rasputin and the Empress (1933), Rasputin (1985), Rasputin: Dark Servant of Destiny (1996)
  • Þriðji áratugur 20. aldar: Al Capone (1959). The Cotton Club (1984, Coppola). The Moderns (1988). Theramin: An Electronic Odyssey (1995)
  • Fjórði áratugur: Belle Epochue (1992). Altman: Gosford Park (2001)
  • Fimmti áratugur: Coenbræðurnir – Barton Fink(1991) lýsir ástandinu í Hollywood. Bugsy (1991) uppbygging Las Vegas. Pollock (2000) um hinn fræga listmálara
  • Sjötti áratugur: The Buddy Holly Story (1978), Ground Zero (1988, Ástralía) um atómsprengjutilraunir Breta í Ástralíu. Round Midnight (1986) um saxófónleikarann Lester Young
  • Sjöundi áratugur: American Graffiti (1973). The Big Chill (83) um róttæklingana sem aðlögðust þjóðfélaginu. Born on the Fourth of July (1989) stríðsádeila. Conspiracy: The Trial of the Chicago Eight (1987) réttarhöld yfir róttæklingum, leikin mynd + heimildamynd. Easy Rider (1969) um róttæka hippa. Hair (1979) söngleikur um friðsama hippa. I Shot Andy Warhol (1996). The Magdalene Sisters (2002) um slæma meðferð á stúlkum í írsku klaustri, byggt á atburðum sem áttu sér stað í raun og veru. Thirteen Days (2000) um John F. Kennedy og Kúbudeiluna. Woodstock (1970). Yellow Submarine (1968) Bítlarnir í teiknimynd
  • Áttundi áratugurinn: Almost Famous (2000) 15 ára strákur vill skrifa um rokktónleika fyrir „Rolling Stone“ tímaritið. Paul Thomas Anderson: Boogie Nights (1997) um hið erfiða líf pornó-stjörnunnar. Donnie Brasco (1997) byggt á minningum Josephs Pistone um ítalska glæpamenn í NYC
  • Níundi áratugurinn:
  • George Clooney: Good Night, and Good Luck (2005). McCarthy(isminn) tekinn á beinið
  • David Fincher: The Social Network (2010, um tilurðina á Facebook)
  • Prick Up Your Ears um breska leikritaskáldið Joe Orton og morðið á honum
  • Superstar: The Life and Times of Andy Warhol
  • To Live (1994) kínversk mynd

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Skilja hvers vegna sumar kvikmyndir endast illa en aðrar ekki
  • Sigta út sannleikann og staðreyndir í kvikmyndum
  • Átta sig á sjónarhorni leikstjórans: hlutlægt, huglægt

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útbúa sín eigin kvikmyndahandrit þar sem atburðarás á sér stað á mismunandi tímabilum
  • Skrifa handrit að heimildarmynd

 

Námsmat

Símat: Tvö próf og ritgerð sem fjallar um samanburð á tveimur kvikmyndum frá mismunandi tímabilum ásamt greinagerð um sagnfræðilegt gildi þeirra