ÍÞRÓ2ÞR02

Titill Íþróttir –  þreksalur
Námsgrein Íþróttir og líkamsrækt
Viðfangsefni Styrktarþjálfun
Skammstöfun ÍÞRÓ2ÞR02
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 2
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Áfanginn er að mestu leyti verklegur og kennt er í þreksal Iðu.

Meginviðfangsefni áfangans er þrekþjálfun í tækjasal. Markmið áfangans er að nemendur fái tíma í stundatöflu og tækifæri til að vinna út frá sinni eigin æfingaáætlun og þeim markmiðum sem nemendur hafa sett sér varðandi styrktarþjálfun. Hver og einn nemandi æfir eftir sinni áætlun undir handleiðslu kennara. Að áfanga loknum eiga nemendur að hafa öðlast þekkingu til að útbúa eigin þjálfunaráætlun til að bæta líkamsbyggingu og viðhalda krafti, þoli og liðleika.

Forkröfur ÍÞRÓ1ÞH03 og ÍÞRÓ2ÞL03
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hvernig styrktarþjálfunaráætlun er uppbyggð.
  • Mismunandi áherslum í styrktarþjálfun, hvort unnið er með hámarksstyrk eða vöðvaþol.
  • Mismumandi æfingum fyrir mismunandi vöðvahópa.
  • Að búa til nákvæmar og rétt uppbyggðar tímaáætlanir.
  • Hinum ýmsu hugtökum sem koma fyrir við skipulagningu þjálfunar eins og upphitun, aðalhluti, niðurlag og markmið.
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
  • Að skipuleggja eigin þjálfun og búa til nákvæmar tímaáætlanir.
  • Að fara eftir eigin tímaáætlun.
  • Að nota fjölbreyttar æfingar fyrir mismunandi vöðvahópa.
  • Þjálfun, hreyfingu og virkni, sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta nýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Skipuleggja og framkvæma eigin þjálfun
  • Geta tileinkað sér þá möguleika til hreyfingar sem eru í boði í nánasta umhverfi
  • Taka þátt í leikjum og æfingum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til íþrótta, líkams- og heilsuræktar
  • Geta meðvitað tileinkað sér hreyfingu sem heilsuávinning til framtíðar
Námsmat Nemendur skila verkefnum, auk þess sem mæting og virkni er metin í tímum. Ekki er skriflegt próf.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd