ÍSLE3ÞJ05

Titill

Þjóðskáld

Námsgrein Íslenska
Viðfangsefni Þjóðskáld
Skammstöfun ÍSLE3ÞJ05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Lögð er áhersla á ljóðalestur og umfjöllun um ljóð.

Nemendur kynnast helstu skáldum Íslands, einkum fram að aldamótunum 1900. Nemendur kynna sér nokkur skáld, lesa eftir þau ljóð og sögur og setja verk þeirra í samhengi við tíðarandann sem þá ríkti. Hér er gert ráð fyrir að nemendur lesi allnokkra texta og geti fjallað um skáldin og verk þeirra.

Gert er ráð fyrir ýmiss konar verkefnavinnu, munnlegri og skriflegri. Farið er fram á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.

Bókmenntir/ritun: Nemendur lesa ýmis verk og/eða kafla úr verkum, vinna nokkur skrifleg verkefni og a.m.k. eina ritgerð.

Málnotkun: Nemendur athuga ljóðmál og málfar textanna.

Framsögn: Nemendur kynna niðurstöður sínar. Gert er ráð fyrir að allir nemendur taki þátt í umræðum og geti rökstutt mál sitt.

Forkröfur 10 einingar á 2. þrepi.
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru
  • ritgerðasmíð og heimildavinnu
  • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
  • mismunandi tegundum bókmennta sem ritaðar voru fyrir 1900
  • stefnum í íslenskum bókmenntum fyrir aldamótin 1900
  • ljóðmáli og formi ljóða
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • rita heimildarverkefni þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við vinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
  • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tali og ritmáli
  • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum, hvort sem er í ræðu eða riti, og meta áreiðanleika þeirra
  • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel uppbyggða og ítarlega kynningu á flóknu efni
  • lesa allar gerðir ritaðs máls sér til gamans og gagns
  • skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið
  • beita gagnrýninni hugsun við vinnslu verkefna þar sem skoðanir hans koma fram
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útskýra og túlka stílbrögð
  • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
  • velja ritstíl sem hæfir aðstæðum og viðtakendum
  • leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra, til dæmis með því að nýta sér málfræðiupplýsingar og þekkingu sína á íslenska málkerfinu
  • beita málinu á viðeigandi og áhrifaríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
  • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu
  • draga saman aðalatriði
  • beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • átta sig á samfélagslegum skírskotunum og greina dulinn boðskap og hugmyndir
  • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
Námsmat Fjölbreytt námsmat sem byggir á prófum og verkefnum
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd