ÍSLA3MA05

Titill

Mál og menning A

Námsgrein Íslenska sem annað tungumál
Viðfangsefni Lestur, ritun og tjáning
Skammstöfun ÍSLA3MA05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Nemendur vinna fjölbreytt verkefni þar sem áherslan er á málfræði, lestur, ritun og málflutning.

Málfræði   Unnið er markvisst með málfræði og ritreglur. Fjölbreytt verkefni.

Málnotkun Nemendur kynnast fjölbreyttum tegundum texta og stíls. Fjölbreytt verkefni.

Ritun   Nemendur skrifa stutta heimildaritgerð.

Lestur Nemendur lesa fjölbreytta texta sér til gagns og við heimildaöflun. Nemendur lesa styttri íslenska bókmenntatexta.

Tjáning Nemendur kynnast rökræðum og málflutningi. Nemendur taka þátt í umræðum.

Forkröfur  
Þekkingarviðmið

Nemandi hafi aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • helstu málfræðireglum.
  • grunnreglum í málnotkun sem nýtast í tal- og ritmáli
  • grunnatriðum í framsetningu á texta
  • helstu hugtökum og aðferðum í ritgerðasmíð
  • grunnatriðum í framsetningu á ræðum
  • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
  • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta og helstu bókmenntahugtökum

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • að nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingare til að efla eigin málfærni
  • að skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
  • ritun rökfærsluritgerða þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
  • markvissri notkun viðeigandi notkun hjálpargagna við frágang ritsmíða
  • að flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel uppbyggða ræðu eða kynningu á tilteknu efni
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • styrkja eigin málfærni t.d. með því að nota málfræðilegar upplýsingar og málfræðihugtök
  • beita nokkuð blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
  • vinna skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
  • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
Námsmat Símat/leiðsagnarmat þar sem byggt er á fjölbreyttu námsmati í tengslum við verkefnavinnu og ferlisvinnu, enn fremur á smærri prófum og lokaprófi.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd ÍSA403