FRVG1VÖ05

Titill

Framkvæmdir og vinnuvernd

Námsgrein

Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

Viðfangsefni

Verkferli - öryggismál

Skammstöfun

FRVG1VÖ05

Staða

 

Þrep

1

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á verkferli og öryggismál.  Nemendur læra um undirbúning og upphaf framkvæmda, hlutverk og ábyrgð einstakra fagstétta, skipulag og stjórnun á vinnustað, samstarf og samskipti, áætlanagerð og gæðastýringarkerfi.  Kennd er skyndihjálp, rétt líkamsbeiting, notkun hlífðarbúnaðar, meðferð hættulegra efna, umgengni við rafmagn og farið yfir notkun hjálpartækja og búnaðar við mismunandi verk.  Að lokum er gerð grein fyrir námsleiðir í bygging- og mannvirkjagreinum á framhalds- og háskólastigi.  Kennsla fer aðallega fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu en í skyndihjálp er jafnframt lögð áhersla á sýnikennslu og verklegar æfingar.

Forkröfur

Lokið skyldunámi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla

Þekkingarviðmið

Þekkingarviðmið  áfangans er að nemendu hafi aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
  • hefbundu byggingarferli frá hugmynd til lokaúttektar
  • grundvallaratriði laga og reglugerða  um skipulags- og byggingmál
  • hlutverki, starfssviði og ábyrgð byggingastjóra
  • starfssviði og ábyrgð einstrakra iðnmeistara
  • öryggismálum á vinnustað
  • grundvallaratriðum hollustuhátta og vinnuverndar
  • réttindum og skyldum iðnaðarmanna varðandi öryggismál
  • lögum og reglugerðum um vinnuvernd og öryggismál
  • aðferðum til að gera úttektir á öryggismálum vinnustaða
  • réttri líkamsbeitingu
  • á skipulagi öryggismála og fyrirbyggjandi aðgerðum
  • gerð og notkun algengasta hlífðarbúnaðar í byggingariðnaði
  • gerð og notkun algengasta hjálparbúnaðar í byggingariðnaði
  • gerð og notkun búkka og stiga við mismunandi störf
  • uppbyggingu og öryggisatriðum mismunandi verkpalla
  • reglum um notkun og umgengi við hættuleg efni
  • að umgangast rafmagn og rafmagnstæki á byggingarstöðum
  • reglum um umgengi og umhirðu rafbúnaðar
  • skyndihjálp
  • helstu forvörnum gegn kali, ofkælingu og ofhitnun
  • varúðar ráðstöfunum í óloknum byggingum og mannvirkjum
  • samingum og lögum um ráðningu starfsfólks og slysatryggingar
  • grunnþáttum áætlanagerðar og gæðastýringarkerfis
  • grunnatriðum gæðastjórnunar og verkskipulags
  • námsleiðum að loknu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina á framhalds- og háskólastigi.

Leikniviðmið

    Leikniviðmið áfangans er að nemendur hafi öðlast leikni í að:
  • Skynja stöðu öryggismála á vinnusað
  • Nýta sér viðeigandi hlífðarbúnað í starfi
  • Nýta sér hjálpartæki svo sem eins og vinnupalla, stiga og öryggislínu.
  • Nýta sér byggingarreglugerðina
  • Nýta sér vefsíðu Mannvirkjastofnunar
  • Nýta sér vefsíðu Vinnueftirlitsins
  • Skipuleggja mismunandi verkþætti
  • Skipuleggja verkferla
  • Gera vinnuáætlanir

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • takast á við hin fjölbreyttu verkefni er kunna að myndast á vinnustað
  • þekkja verkferla við mannvirkjagerð
  • koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði á vinnustað
  • nýta sér 112
  • veita slösuðum eða veikum einstaklingi fyrstu hjálp á vettvangi
  • Þekkja og kunna að nota byggingareglugerðina
  • Þekkja og kunna að nota möguleika Vinnueftirlitsins
  • skipuleggja mismunandi verkþætti á vinnustað
  • þekkja hlutverk og ábyrgð einstakra fagstétta
  • átta sig á hinum margvíslegu leiðum til iðnnáms

Námsmat

Námsmat byggist á þátttöku nemanda í tímum 20 %

Verkefnavinnu í tímum 4 til 5 verkefni 50 %

Próf í lok annar 30 %

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd

FRV 103