DANS3DB05

Titill Danskar barnabókmenntir
Námsgrein Danska
Viðfangsefni Tal, hlustun, ritun og lestur
Skammstöfun DANS3DB05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er unnið með barnabókmenntir. Farið er í grunnhugtök bókmennta- og myndgreiningar. Lesnar eru u.þ.b. 5 barna- og unglingabækur svo og textar af netinu á dönsku, og jafnvel á sænsku og norsku þegar við á, um málefni líðandi stundar. 
Nemendur halda leiðarbók sem inniheldur vinnuskissur, hlustunarverkefni, undirbúning fyrir viðtöl og almenna efnissöfnun. Nemendur vinna með 2-3 þemu, hver og einn velur viðfangsefnið sjálfur og hvernig unnið er með það. Farið verður í styttri námsferðir þar sem nemendur sækja efnivið til að vinna úr.
Nemendur skipuleggja og fara í ferð til Danmerkur ef áhugi er til staðar.
Kennsla og önnur samskipti fara fram á dönsku.
Tal: Nemendur kynna unglingaskáldsögu og svara fyrirspurnum frá kennara. Nemendur vinna sjálfstæð munnleg verkefni sem og verkefni í litlum hópum.
Hlustun: Hlustun byggist fyrst og fremst á efni af netinu. Þar er um að ræða fréttatengt efni ásamt sjónvarps- og útvarpsþáttum. Nemandi velur hlustunarefni sem tengist hans áhugasviði og vinnur stutt skrifleg eða munnleg verkefni um það.
Ritun: Nemendur vinna með ýmiss konar texta. Vinnan er bæði greinandi og skapandi. Nemendur semja barnabók og ævintýri og skrifa viðtöl sem myndu henta til birtingar í dönsku tímariti.   

Lestur: Nemendur lesa eina unglingaskáldsögu, barnabækur, ævintýri, texta af neti og úr tímaritum. Lesturinn er bæði leið til að sækja innblástur og þjálfun í tungumálinu.

Forkröfur DANS2DK05 eða DANSKD05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • orðaforða og málvenjum sem gera honum kleift að tileinka sér sérhæft lesefni
  • sértækum orðaforða sem hentar viðfangsefninu sem unnið er með hverju sinni
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál
  • hlustunarefni af neti um kunnuglegt og nýtt efni, eins og t.d. það sem efst er á baugi í dönskum fjölmiðlum
  • grunnhugtökum í bókmenntagreiningu
  • hvernig boðskapur birtist í bókum ætluðum börnum
  • grunnhugtökum í myndgreiningu í barnabókmenntum
  • stilbrögðum í mismunandi bókmenntatextum
  • grunnatriðum í blaðamennsku
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja vel efni sérhæfðra texta á sviði sem hann þekkir
  • beita orðasamböndum sem eru einkennandi fyrir bæði skrifað og talað mál
  • skilja mál sem talað er við mismunandi aðstæður jafnvel þó svo frásögnin sé ekki sett skipulega fram
  • lesa texta sem gera miklar kröfur til lesandans t.d. varðandi uppbyggingu, myndmál og stílbrögð
  • beita mismunandi lestraraðferðum eftir því hverrar gerðar textinn er og hvert markmiðið með lestrinum er
  • flytja af öryggi verkefni fyrir framan hóp nemenda sem og  kennara
  • skrifa texta í mismunandi tilgangi með tilheyrandi stílbrögðum og málsniði, t.d. í fræðilegum tilgangi þegar er unnið með túlkun og greiningu og persónulegri þegar samin er  barnabók eða ævintýri
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna sjálfstæð, gagnrýnin og nýskapandi verkefni, eins og t.d. að semja barnabók með tilheyrandi myndskreytingum, ákveðnum boðskap og málnotkun, sem hentar ákveðnum aldurshópi
  • skilja fjölmiðlaefni og megininntak erinda um flókin málefni sem hann þekkir ekki til
  • tjá tilfinningar og nota hugarflugið
  • beita stílbrögðum t.d. myndmáli og líkingamáli á skýru og lýtalausu máli í ræðu og riti
  • flytja vel uppbyggða frásögn eða kynningu fyrir framan hóp nemenda og kennara af sannfæringu og innlifun
  • taka þátt í umræðum, færa rök fyrir máli sínu, draga fram aðalatriði, tjá afstöðu og efasemdir og komast að niðurstöðu
  • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum
  • leysa ýmis mál sem koma upp í samskiptum og vera tilbúinn til málamiðlunar
  • útskýra sjónarmið og rekja ólik sjónarmið með og á móti
  • bera ábyrgð, vera hvetjandi og sveiganlegur í samvinnu
Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt jafningjamati sem byggir á verkefnavinnu og þemavinnu, könnunum og kynningum. Matið tekur til allra færniþátta, þ.e. hlustunar, tals, ritunar og lesturs.

Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd