Grunnnám matvæla- og ferðagreina-GMF

Grunnám matvæla- og ferðagreina er 70 eininga námsbraut með námslok á 1. hæfniþrepi. Meðalnámstími er tvær til þrjár annir. Námið er ætlað nemendum sem stefna að því að vinna við ferðaþjónustu eða stefna að frekara námi í matvælagreinum, s.s. matreiðslu, matartækni, bakstri, framreiðslu og kjötiðn, einnig greinum tengdum ferðaþjónustu. Námið skiptist í bóklegar og verklegar faggreinar, ásamt almennum greinum. Nemendur fá starfskynningu í ferða- og matvælagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám 18 - 24 klst. á önn.

Á báðum önnum velja nemendur kjarnagrein; ensku, íslensku eða stærðfræði, og raðast í áfanga eftir hæfnieinkunn úr grunnskóla. Nánari leiðbeiningar um inntökuskilyrði og röðun í kjarnaáfanga.

Faggreinar   
Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 einingar
innra eftirlit og matvælaöryggi IEMÖ1GÆ02   2
næringarfræði   NÆRI2AA05 5
örverufræðifræði   
ÖRVR2HR02
2
skyndihjálp   SKYN2HJ01 1
verkleg og bókleg færniþjálfun VBFM1VA12    
  VBFM1VB12   24
verkleg þjálfun á vinnustað VÞVM1VA01   2
  VÞVM1VB01    
þjónustusamskipti ÞJSK1ÞA03   6
  ÞJSK1ÞB03    
öryggis- oga félagsmál ÖROF1ÖF01    
Almennar greinar
Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 einingar
enska      5 ein. á 1. eða 2. þrepi
félagsfræði FÉLA1SA05   5
íslenska     5 ein. á 1. eða 2. þrepi
íþróttir ÍÞRÓ1ÞH03  ÍÞRÓ2ÞL03 6
skólabragur BRAG1SA01
BRAG1SB01
  2
stærðfræði     5 ein. á 1. eða 2. þrepi
umhverfisfræði UMHV1SU05   5
       
Samtals einingar 49 + kjarnagreinar 11 + kjarnagreinar 59 + 10 ein. í kjarnagreinum
 Faggreinar brautar eru í samræmi við námsbrautarlýsingu á námskrá.is 

Röðun faggreina á annir

Grein 1. önn 2. önn
enska/íslenska/stærðfræði xxxx05 xxxxx05
félagsfræði FÉLA1SA05  
umhverfisfræði   UMHV1SU05
íþróttir ÍÞRÓ1ÞH03 ÍÞRÓ2ÞL03
skólabragur BRAG1SA01 BRAG1SB01
 innra eftirlit og matvælaöryggi IEMÖ1GÆ02  
 næringarfræði   NÆRI2AA05
 örverufræði   ÖRVR2HR02
 skyndihjálp SKYN2HJ01  
 verkleg og bókleg færniþjálfun VBFM1VB12 VBFM1VA12
 verkleg þjálfun á vinnustað VÞVM1VB01 VÞVM1VA01
 þjónustusamskipti ÞJSK1ÞA03 ÞJSK1ÞB03
 öryggis- og félagsmál   ÖROF1ÖF01
Einingar samtals    36 ein   35 ein

 

 

 

Eldri braut

Grunnnám ferða- og matvælagreina er námsbraut með námslokum á fyrsta þrepi. Námið er ætlað nemendum sem stefna að frekara námi í matvæla og ferðagreinum. Námið felur í sér almenna menntun þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemanda og lýðræðislega virkni. Námið er undirbúningur fyrir iðnnám í matreiðslu, bakstri, framreiðslu og kjötiðn en einnig er það undirbúningur fyrir frekara nám í matartækni og/eða í ferðaþjónustu. Námið er tveggja anna nám, 65 feiningar, sem skiptist í bóklegar og verklegar faggreinar sem og kjarnagreinar í íslensku, ensku og stærðfræði. Áfangar í ensku, stærðfræði og íslensku eru á fyrsta eða öðru þrepi. Aðrir áfangar brautarinnar eru á fyrsta þrepi. Í framhaldi af brautinni geta nemendur farið í frekara nám að eigin vali. Áfanga af brautinni er hægt að meta inn á aðrar námsbrautir.

Nemendur fá bæði starfskynningu í ferða- og matvælagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám að eigin vali.

Inntökuskilyrði: Að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Skipulag: Námið er bæði bóklegt og verklegt. Mestur hluti þess fer fram í skóla en þó fara nemendur í 18-24 kennslustundir á hvorri önn í starfskynningu/starfsþjálfun á vinnustað. Þar öðlast nemendur þekkingu og leikni til að takast á við mismunandi störf sem tengjast ferða- og matvælagreinum.

  Röðun áfanga á annir:

 Áfangar 1. önn 2. önn
 ÍSLE, ENSK eða STÆR  XXXXXXX05   XXXXXXX05 
 Bragi BRAG1SA01 BRAG1SB01
 Ergó ERGÓ1AA05 ERGÓ1BB05
 Íþróttir og heilsa IÞRÓ1ÞH03 IÞRÓ2ÞL03
 Þjónustusamskipti ÞJSK1ÞA02 ÞJSK1ÞB02
 Skyndihjálp (námskeið) SKYN1HJ01
 Fag- og örverufræðifræði matvælagreina FÖFM1FA04 FÖFM1FB04
 Verkleg færniþjálfun ferða- og matvælagreina  VFFM1VA10 VFFM1VB10
 Verkleg þjálfun á vinnustað VÞVS1VA01 VÞVS1VB01
 Einingar samtals: 32 einingar 33 einingar
Síðast uppfært 11. október 2023