Myndlistarsýning í Listagjánni

Nemendur í myndlist sýna verk sín í Listagjánni í Bókasafni Árborgar 10.-30. sept.
Nemendur í myndlist sýna verk sín í Listagjánni í Bókasafni Árborgar 10.-30. sept.

Myndlistarnemar FSu sýna reglulega í opinberu sýningarrými utan skólans. Nemendur í framhaldsáföngum fá þá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Að þessu sinni eru það nemendur í teikningu á þriðja þrepi sem sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar dagana 10. - 30. september. Verkin voru unnin á vorönn 2020. Verkin sýna mismunandi skyggingu hluta og náttúruforma. Þá eru gerðar tilraunir með blindteikningu og hlutfallaskiptingu í andlitsmyndum. Teiknaðar voru ýmiskonar byggingar út frá 2-3 hvarfpunktum og settar í fjarvíddarlandslag, að endingu er öllu blandað saman til að ná fram súrrealískum áhrifum.